Notendaskilmálar
Uppfært: 01/07/2020
It looks like you are using an older version of Internet Explorer which is not supported. We advise that you update your browser to the latest version of Microsoft Edge, or consider using other browsers such as Chrome, Firefox or Safari.
Uppfært: 01/07/2020
Þessi vefsíða er ætluð til þjálfunar í notkun ATECTURA® BREEZHALER® innöndunartækisins innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Þessi vefsíða er prófuð, stýrt og uppfærð af Novartis Pharma AG í samstarfi við Novartis Europharm Limited (handhafa markaðsleyfis
innan EES fyrir ATECTURA® BREEZHALER® innöndunartækið) og evrópsk hlutdeildarfélög þeirra (vísað til í heild sem „Novartis“). Novartis er alþjóðlegt fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu og er skráð í Sviss. Aðalaðsetur viðskipta fyrirtækisins er P.O. Box CH – 4002 Basel, Sviss.
Þessi vefsíða er einungis ætluð til notkunar fyrir fullorðna sem hafa fengið ávísað, í samræmi við lög og reglur í því landi sem þú býrð í, ATECTURA® BREEZHALER® innöndunartæki til notkunar. Með notkun þessarar vefsíðu staðfestir þú að þér hafi verið ávísað ATECTURA® BREEZHALER® innöndunartæki til notkunar.
Ekki skal túlka þær upplýsingar sem fram koma á þessari vefsíðu sem kynningu eða auglýsingu fyrir nein lyf eða notkun neinna lyfja sem ekki er heimiluð í lögum eða reglugerðum í heimalandi þínu.
Einungis má nota þessa vefsíðu í þeim tilgangi að fá aðgang að leiðbeiningum um notkun ATECTURA® BREEZHALER® innöndunartækis („tilgangur“), þ.m.t. öllum texta, myndum, hljóðskrám og myndböndum („upplýsingar“) að því gefnu að (a) notkun upplýsinganna sé til upplýsingar fyrir sjúkling og ekki í viðskiptalegum tilgangi eða eingöngu til persónulegra nota og (b) ekki má dreifa, breyta, senda áfram, endurnota, endurbirta eða nota upplýsingarnar í viðskiptalegum tilgangi eða til að afla félagstengsla (e. social networking) nema að fengnu skriflegu leyfi frá Novartis.
Þér er ekki gefin heimild eða veittur réttur í upplýsingunum eða höfundarréttur frá Novartis eða öðrum aðila. Novartis áskilur sér allan rétt sem ekki er skýrt kveðið á um í þessum skilmálum.
Allt efni á þessari síðu er í eigu Novartis fyrirtækjasamstæðunnar og er varið höfundarrétti.
Ganga skal út frá að vöruheitið sem kemur fram á vefsíðunni, hvort sem það er skrifað með stórum stöfum, skáletrað eða ásamt tákni vörumerkis ® séu vörumerki í eigu Novartis. Öll vöruheiti sem birt eru skáletruð á þessari vefsíðu eru í eigu eða notuð með veittu leyfi til Novartis.
Þessi síða getur einnig innihaldið eða vísað til einkaleyfa, upplýsinga sem á er einkaréttur, tækni, vara, aðferða eða annars séreignaréttar í eigu Novartis og/eða þriðja aðila. Novartis er eigandi eða leyfishafi allra hugverkaréttinda á þessari vefsíðu og alls efnis sem birtist á henni. Þessi verk njóta verndar höfundarréttarlaga og -sáttamála á heimsvísu. Öll slík réttindi eru áskilin. Engin heimild eða réttur á slíkum vörumerkjum, höfundarrétti, einkaleyfum, viðskiptaleyndarmálum, tækni, vörum, aðferðum eða öðrum séreignarrétti er gefinn eða veittur þér. Öll notkun þessara vörumerkja, á nafni fyrirtækisins Novartis, nema eins og heimilað er í þessum skilmálum, er stranglega bönnuð.
Þessir notendaskilmálar og notkun þín á þessari vefsíðu falla undir viðeigandi lög og reglugerðir EES sem og lög í þínu heimalandi án tillits til lögfræðilegra meginreglna.
Ef Novartis fær upplýsingar um að þú hafir brotið notendaskilmálana sem kveðið er á um í þessari lagalegu yfirlýsingu getur Novartis samstundis krafist úrbóta. Ef Novartis hefur hlotið skaða af broti þínu getur fyrirtækið einhliða leitast eftir að frá greiddar skaðabætur af þinni hendi.
Novartis áskilur sér rétt til að breyta þessum notendaskilmálum hvenær sem er með breytingum á síðunni. Vinsamlegast athugið að slíkar breytingar kunna að vera gerðar einhliða og án þess að vera tilkynntar fyrirfram. Með því að halda áfram að nota vefsíðuna eftir slíkar breytingar, samþykkir þú, án skilyrða og með fullum skilningi að fylgja og vera bundinn af þessum skilmálum eins og þeim er breytt. Þú ættir því að heimsækja síðuna með reglulegu millibili til að skoða gildandi notendaskilmála sem þú ert bundin af og til að athuga hvort einhverjar breytingar eða uppfærslur hafi verið gerðar.
Ef einhver kafli eða ákvæði þessara notendaskilmála reynast vera ógild mun slík ógilding ekki hafa áhrif á framfylgd annarra kafla eða ákvæða þessara notendaskilmála.
Ef ekkert er aðhafst af okkar hálfu með tilliti til brota á þessum notendaskilmálum afsalar Novartis sér ekki þeim réttindum að lögsækja vegna svipaðra brota eða annarra brota.
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í fylgiseðlinum. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.
Takk fyrir að nota vefsíðuna okkar.